Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsimark Stefáns á Youtube
Miðvikudagur 7. maí 2008 kl. 12:55

Glæsimark Stefáns á Youtube

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason sem á tíma lék með Keflavík og varð bikarmeistari með liðinu árið 2004 skoraði um helgina allsvakalegt mark með liði sínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán tók myndarlegt og viðstöðulaust karatespark og þrumaði tuðrunni í netið en skotið var óverjandi fyrir markvörð Nordsjælland.
 
Markið kom af um 25 metra færi en það var það fjórða í röðinni hjá Stefáni eftir vetrarfrí í dönsku deildinni. Bröndy vann leikinn 3-0 en liðið er enn í áttunda sæti af tólf liðum í dönsku úrvalsdeildinni.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024