Glæsilegur sigur Keflavíkur á Fylki
Keflvíkingar unnu stórsigur á Fylki, 4-2, í Landsbankadeild karla í kvöld.
Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrsta mark heimamanna úr víti á 25. mín, en Guðni Rúnar Helgason jafnaði á örskotsstundu. Haraldur Guðmundsson kom Keflvíkingum yfir rétt áður en flautað var til leikhlés.
Þórarinn var aftur á ferðinni á 62. mínútu og Hörður Sveinsson gerði út um leikinn með fjórða markinu á 75. mínútu. Eyjólfur Héðinsson klóraði í bakkann fyrir Fylki þegar 12 mínútur voru til leiksloka.