Glæsilegur fánadagur í Vogum
Í síðustu viku héldu Þróttarar í Vogum uppá fánadag félagsins. Félagsmenn gerðu sér glaðann dag saman. Grillaðar voru pylsur, Þróttaravarningur var seldur til styrktar yngriflokka starfsemi félagsins. Þróttarar mættu - Árborg í 4. deildinni seinna um kvöldið og börn úr yngriflokkastarfi félagsins leiddu leikmenn inná völlinn fyrir leik. Fjölmenni var á hátíðinni. Var þetta í fyrsta skipti sem Þróttarar héldu uppá fánadag félagsins. Þróttarar unnu svo Árborgarmenn 3-2 í skemmtilegum leik.
Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar í Vogum og Erla Lúðviksdóttir bæjarfulltrúi stóðu vaktina við grillið.
Ungviðið skemmti sér vel á knattspyrnuleiknum.