Glæsilegur árangur Þróttara
Þróttarar frá Vogum stóðu sig með prýði á Góu móti Júdófélags Reykjavíkur sem fram fór um liðna helgi. Þar komust allir keppendur frá Vogum komust á verðlaunapall. Fimm keppendur voru skráðir frá Júdódeild Þróttar. Jónatan fékk brons, Patrekur silfur, Samúel silfur og Alexander brons. Alls eru um 20 iðkendur hjá júdódeild Þróttar.