Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsilegur árangur ÍRB á ÍM25
Mánudagur 20. nóvember 2006 kl. 12:17

Glæsilegur árangur ÍRB á ÍM25

Sundmenn ÍRB stóðu sig gríðarlega vel á Íslandsmóti SSÍ í 25m innilaug um helgina þar sem liðsmenn þeirra unnu til níu Íslandsmeistaratitla og settu alls 4 Íslandsmet og 34 innanfélagsmet.

Þeir sem urðu íslandsmeistarar voru: Hilmar Pétur Sigurðsson í 1500 metra skriðsundi, Birkir Már Jónsson í 200 metra flugsundi og 400m skriðsundi, Hjalti Rúnar Oddsson í 50 metra baksundi, DavíðHildiberg Aðalsteinsson í 100 metra baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 200 metra flugsundi, 200m fjórsundi (Íslandsmet) og 100m bringusundi, og karlasveit ÍRB í 4*50 metra fjórsundi (Íslandsmet)

Íslandsmetin sem ÍRB-liðar settu um helgina voru eftirfarandi: Erla Dögg Haraldsdóttir Íslandsmet í 200m fjórsundi, Gunnar Örn Arnarson drengjamet í 400 metra fjórsundi. Karlasveit ÍRB í  4*50 metra fjórsundi, sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Hjalti Rúnar Oddsson og Birkir Már Jónsson og telpnasveit ÍRB í 4*100 metra skriðsundi  en sveitina skipuðu þær Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Elfa Ingvadóttir og Soffía Klemenzdóttir.

 

Þess má einnig geta að Steindór Gunnarsson, þjálfari ÍRB, var valinn Afreksþjálfari ársins 2006 af Sundsambandi Íslands. Á heimasíðu SSÍ segir að  Steindór sé margreyndur bæði sem  félagsþjálfari se,m og landsliðsþjálfari. Hann hafi unnið mjög gott starf í þágu sundlífs í Reykjanesbæ og sé svo sannarlega vel að þessum heiðri kominn. 

Nánar um mótið í næsta tölublaði Víkurfrétta

 

Mynd úr safni - Erla Dögg Haraldsdóttirvann til þriggja Íslandsmeistaratitla og sló fimm ára gamalt Íslandsmet í 200m fjórsundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024