Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Glæsilegur árangur á heimsmeistaramóti
Miðvikudagur 9. desember 2015 kl. 10:19

Glæsilegur árangur á heimsmeistaramóti

Hafa unnið allar danskeppnir ársins hérlendis

Njarðvíkurmærin María Tinna Hauksdóttir og dansherra hennar Gylfi Már Hrafnsson höfnuðu í 7. sæti á heimsmeistaramótinu í ballroom dönsum um síðstu helgi. María og Gylfi keppa í aldursflokki 12-13 ára. Þau kepptu einnig í opinni Fred Astaire keppni og þar dönsuðu þau til úrslita með frábærum árangri og enduðu í 6. sæti en mjótt var á muninum í þessum úrslitum.

Unnið allar keppnir á Íslandi

Þau hafa átt einstaklega gott ár því þau hafa unnið allar keppnir á Íslandi árið 2015 í sínum aldursflokki og eru því Íslandsmeistarar í ballroom, latin og 10 dönsum, Bikarmeistarar í ballroom og latin dönsum, Umsk meistarar í ballroom og latin dönsum og Lottó meistarar í ballroom og latin dönsum. Þau dönsuðu sig einnig til úrslita í Copenhagen open 2015 í febrúar og enduðu þar í 5. sæti í bæði ballroom og latin dönsum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

 

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25