Glæsilegu Íslandsmóti lauk í Bláa Lóninu
Lokahóf Íslandsmótsins í höggleik var haldið í Bláa Lóninu í gærkvöldi en þar voru samankomnir um 180 kylfingar og var það mál manna að hófið hefði verið eitt það glæsilegasta hingað til.
Á lokahófinu fór fram formleg verðlaunaafhending ásamt því sem að nokkrir kylfingar fengu verðlaun frá Golfklúbbi Suðurnesja fyrir hittar flatir, fæst pútt og lengsta teighögg.
Öllum þeim sem tóku þátt í mótinu var boðið í lokahófið en veitingastaður Bláa Lónsins bauð upp á glæsilega þriggja rétta máltíð.
Myndir frá lokahófinu eru komnar í myndasafn sem hægt er að nálgast á www.kylfingur.is eða með því að smella hér.
VF-mynd/ www.kylfingur.is