Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Íþróttir

Glæsilegt Samkaupsmót að renna sitt skeið
Sunnudagur 9. mars 2008 kl. 13:01

Glæsilegt Samkaupsmót að renna sitt skeið

Körfuboltinn hefur svo sannarlega verið í aðalhlutverki í Reykjanesbæ þessa helgina en Samkaupsmótið, fjölmennasta körfuknattleiksmót hvers árs, var haldið með pompi og prakt.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Rúmlega 800 krakkar hafa tekið þátt í mótinu og er óhætt að gefa sér að annað eins hafi verið af foreldrum og öðrum aðstandendum í bænum á meðan. Allir hafa skemmt sér konunglega, ekki bara við körfuboltaiðkun, heldur hefur verið skemmtileg dagskrá alla helgina, bíóferðir og fleiri uppákomur, en hún náði þó hámarki í gær þegar hljómsveitin Merzedes Club steig á stokk á kvöldvökunni og tryllti salinn hreinlega.

Mótinu lýkur nú í dag, en innan skamms má finna hér á vf.is fjöldan allan af myndum og myndskeið frá mótinu.

VF-mynd/Þorgils

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25