Glæsilegt mót að baki hjá ÍRB
ÍRB uppskar vel á ÍM50. Í einstaklingskeppni vann liðið vann 9 gull, 3 silfur og 5 brons. Í boðsundi vann liðið gull í 4x100 fjórsunds boðsundi karla, aðeins sekúndubrotum frá Íslandsmetinu og tvö brons í viðbót annað í 4x100 fjórsunds boðsundi kvenna og í 4x100 skriðsund boðsundi karla. Þetta var frábær árangur á sterkasta ÍM50 móti sem haldið hefur verið á Íslandi en mótið var mun sterkara nú en á síðasta ári.
Það er mjög áhugaverð staðreynd að ÍRB náði flestum sundmönnum í úrslit þó það væri eitt af yngstu liðunum, það gefur liðinu ástæðu til bjartsýni fyrir AMÍ í júní. Sundmenn ÍRB náðu 59 sinnum í úrslit á mótinu, það er þó ekki fjöldinn sem að lokum synti í úrslitunum heldur fjöldi þeirra sem náði nægilega góðum tíma um morguninn til þess að synda í úrslitum. SH var það lið sem kom næst á eftir með 53 og svo Ægir með 41 sem náði í úrslit. Ekkert annað lið náði meira en 20 sundmönnum í úrslit. Vel gert hjá liðinu.
Þeir sem unnu til verðlauna í einstaklingsgreinum voru: Davíð (3 gull, 1 brons), Erla Dögg (3 gull, 1 brons), Árni (3 gull, 1 silfur), Jóna Helena (1 brons), Jóhanna Júlía (2 silfur), Íris Ósk (2 brons). Birta María setti frábært Íslandsmet í Telpnaflokki í 800 skrið og sló gamalt met sem væntanlegur ólympíufari, Eygló Ósk átti. Aðrir sem slógu met voru: Árni, Jóna Helena, Íris Ósk og Jóhanna Júlía sem öll slógu ÍRB, Keflavíkur og Njarðvíkurmet, Baldvin og Jón Ágúst sem slógu Keflavíkurmet og Guðrún Eir með Njarðvíkurmet.
Í ár var ÍRB með lið í öllum 4x100 boðsundum. Karlaliðið okkar, Davíð, Árni Már, Baldvin og Kristófer unnu sannfærandi sigur í fjórsundinu og náðu næstum því að slá Íslandsmetið en settu nýtt ÍRB met. Þeir unnu brons í skriðsundinu þar sem SH setti nýtt Íslandsmet en rétt á eftir voru bæði Ægir og strákarnir úr ÍRB. Kvennaliðið, Íris Ósk, Erla Dögg, Jóhanna Júlía og Jóna Helena slógu svo rækilega ÍRB metið í fjórsundinu og voru öruggar með bronsið en voru líka rétt á eftir liði Ægis sem sló Íslandsmetið. Í skriðsundi var liðið skipað Erlu Dögg, Erlu, Jónu Helenu og Jóhönnu og enduðu þær í fimmta sæti eftir mikla keppni.
Sundmaður mótsins hjá ÍRB var Árni Már (sem æfir í U.S.A.) fyrir frábæra vinnu og jákvæðan liðsanda. Árni var aðeins 0.01 frá sínu eigin Íslandsmeti sem hann setti í Beijing í 50 skrið og bætti hann ÍRB metið í bæði 50 og 100 bringu og náði boðstíma á Ólympíuleikana. Hann verður hraðari og hraðari með hverju árinu. Annar sundmaður sem æfir hér heima á einnig skilið sérstakt hrós fyrir frammistöðu sína en það er Birta María. Birta bætti alla sína tíma en Íslandsmetið hennar í 800 skrið var meiriháttar og með því náði hún lágmörkum á Mare Nostrum, NÆM og Andorra-fyrstu landsliðsverkefnin hennar.Til hamingju Birta.
Flest FINA stig á mótinu fékk Árni Már eða 823 fyrir 100 bringu á nýju ÍRB meti og Erla Dögg með 770 stig í 50 bringu. Flest stig af þeim sundmönnum sem æfa hér heima voru Jóna Helena með 686 stig í 800 skrið á nýju ÍRB meti og Kristófer með 668 í frábæru 400 m skriðsundi, aðeins 0.07 frá gömlu ÍRB meti sem Birkir Már á og mjög nálægt lágmörkunum fyrir Andorra. Bæði Kristófer og Birta náðu yfir 650 FINA stig í fyrsta sinn og Íris Ósk náði í fyrsta sinn yfir 600 stig.
ÍM50 markaði lok lágmarkatímabilsins fyrir EM, Andorra og Mare Nostrum. Það er enn mánuður til stefnu fyrir sundmenn að ná inn á EMU og NÆM og tveir mánuðir til þess að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana en þar eru bæði hefðbundin lágmörk og lágmörk fyrir boðstíma. Eftirfarandi sundmenn hafa náð lágmörkum:
Árni Már Boðstími fyrir Ólympíuleikana, EM, Mare Nostrum, Andorra
Erla Dögg EM, Mare Nostrum, Andorra
Davið Hildiberg Mare Nostrum, Andorra
Jóhanna Júlía EMU, Mare Nostrum, Andorra
Ólöf Edda EMU, Mare Nostrum, Andorra
Birta María NÆM, Mare Nostrum, Andorra
Baldvin Andorra
Íris Ósk Andorra
Sunneva Dögg Andorra
Nánar má lesa um mótið hér.