Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Glæsilegt lokahóf Þróttar
Páll Guðmundsson var bestur Þróttarar í sumar og markahæstur með 17 mörk.
Mánudagur 6. október 2014 kl. 09:17

Glæsilegt lokahóf Þróttar

Þróttarar í Vogum héldu veglegt lokahóf á laugardag, þar sem samankomnir voru um 100 hressir gestir. Þorsteinn Gunnarsson fráfarandi þjálfari liðsins fékk fallega kveðjugjöf frá Vogabúum og fór með ræðu. Þakkaði hann kærlega fyrir skemmtilegar stundir og góðar minningar. Einnig skoraði hann á leikmenn liðsins að halda áfram og ljúka þessu verkefni að koma félaginu upp um deild. Einnig voru verðlaunaðir ýmsir einstaklingar sem þóttu skara fram úr í sumar eins og sjá má hér að neðan.

Verðlaunahafar kvöldsins.
Besti leikmaður: Páll Guðmundsson
Efnilegasti: Aran Nganpanya
Markahæstur: Páll Guðmundsson 17. mörk
Besti félagi: Vilmundur Þór Jónasson
Viðurkenningar fyrir 50 leiki: Reynir Þór Valsson
Viðurkenning fyrir 100 leiki: Gunnar Helgason
Stuðningsmaður ársins: Kári Ásgrímsson
Einnig fengu stúkumenn viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024