Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsilegt boxkvöld í Reykjanesbæ
Föstudagur 29. apríl 2016 kl. 16:40

Glæsilegt boxkvöld í Reykjanesbæ

Úrvals hnefaleikar í boði í gömlu sundlauginni

Það verður nóg að gerast í hnefaleikum um helgina en Hnefaleikafélag Reykjaness heldur sitt annað árlega Boxkvöld í Keflavík í kvöld, föstudaginn 29. apríl. Þar fara fram sex bardagar þar sem nokkrir af efnilegri boxurum landsins leika listir sínar.

Fram koma hnefaleikakappar frá Hnefaleikafélagi Akraness, HR-Mjölni í Reykjavík og hnefaleikafélagi Kóbavogs. Á mótinu kepp tveir Suðurnesjamenn, þeir Þorsteinn Róbertsson (21 ára) og Stancho Elenkov (15 ára). Strákarnir hafa verið að æfa af kappi síðustu vikurnar og eru klárir í slaginn. Þetta er fyrsti bardagi Stancho en sá þriðji hjá Þorsteini.

Forsala fyrir Boxkvöldið í Keflavík er í Lífsstíl og húsið opnar klukkan 18:00 um kvöldið. Viðureignir hefjast klukkan 19:00 á föstudagskvöldinu. Einnig er hægt að nálgast miða á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig verður mót á laugardeginum á vegum HNÍ. Þar eru Björgvin Bjarki og Adrian keppa fyrir hönd Reykjanesbæjar.