Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsilegt 10-11 mót um síðustu helgi
Miðvikudagur 24. nóvember 2004 kl. 02:48

Glæsilegt 10-11 mót um síðustu helgi

10-11 mótið fór fram í annað skipti um helgina og þótti takast mjög vel.
Barna- og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur héldu mótið í sameiningu, þar komu saman rúmlega 300 keppendur í 5. flokki drengja í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll.

Framkvæmd mótsins var með miklum ágætum og stóðust tímaáætlanir mjög vel þar sem alllir sluppu við leiðinda tafir.
Foreldrar iðkenda stóðu sig með prýði að því að fram kemur í fréttatilkynningu frá mótshöldurum. Framlag þeirra á mótum er mikilvægt til að hægt sé að halda svona umfangsmikið mót. Fyrir utan keppendur sem voru á fjórða hundrað, eins og áður sagði, voru um 40 þjálfarar og farastjórar. Fyrir utan að keppa í fótbolta var farið í bíó, sund og heimsótt flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Barna og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvík vilja þakka sérstaklega þeim félögum sem sendu keppendur á mótið Akranes, ÍR, HK, Hamar, KFR og Reynir/Víðir,  foreldrum iðkenda fyrir frábæra aðstoð, öllum samstarfsaðilum þ.e. Langbest, MÍT,  Nýja bíó, SBK, starfsmönnum í flugskýli Flugleiða, Sundhöll Keflavíkur, Reykjaneshöll og svo aðalstyrktaraðila mótsins 10 - 11.

Mótinu var skipt upp í deildir sem voru kenndar við þjóðlönd.
Í argentínsku deildinni vann lið Njarðvíkur og HK vann í B-úrslitum
Í Brasilísku deildinni van ÍA og HK vann í B-úrslitum.
Í Chile-deildinni vann HK og Keflavík vann í B-úrslitum
Í dönsku deildinni sigraði Þróttur frá Reykjavík og Reynir/Víðir vann í B-úrslitum.
Í þeirri ensku sigraði Njarðvík og Keflavík unnu í B-úrslitum.
VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024