Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsilegri vertíð lokið hjá yngri flokkum Grindavíkur
Föstudagur 24. september 2004 kl. 16:18

Glæsilegri vertíð lokið hjá yngri flokkum Grindavíkur

Sumarvertíðinni er lokið  hjá yngri flokkum Grindavíkur og var af því tilefni tekinn saman pistill um gegni hvers flokks fyrir sig. Eftirfarandi texti er tekinn af heimasíðu UMFG.
 
2. flokkur kvenna lék til úrslita í Faxaflóamótinu en þurftu þar að lúta í gras fyrir Breiðabliksstúlkum.
Árangur þeirra á Íslandsmótinu var einnig frábær þar sem þær gerðu sér lítið fyrir og unnu sér sæti í A- riðli að ári.  Einnig léku þær í bikarkeppninni og komust alla leið í undanúrslit þar sem þær töpuðu gegn Skagastúlkum í vítaspyrnukeppni.

3. flokkur kvenna varð í 3 - 4 sæti í Faxaflóamótinu. Þá fengu þær silfurverðlaun í Íslandsmótinu innanhúss eftir hörkuleik gegn Breiðabliki 0-1. Hápunktur sumarsins var svo sjálfur Íslandsmeistaratitillinn.  Að síðustu var leikið í Suðurnesjamótinu þar sem þær sigruðu.

5. flokkur kvenna sigraði alla æfingaleiki sína á árinu. Þá tóku þær þátt í Íslandsmótinu og féllu þar út gegn Skagastúlkum sem ásamt Grindavík og Breiðablik eru talin bestu lið landsins. Þær tóku þátt í Pæjumótinu á Siglufirði og urðu að sætta sig við 4. sæti þrátt fyrir að fá aðeins á sig eitt mark í öllu mótinu. Svo var tekið þátt í Nóatúnsmótinu þar sem stúlkurnar sigruðu með glæsibrag án þess að fá á sig mark. Að lokum var svo leikið í Suðurnesjamótinu þar sem þær sigruðu örugglega og fengu aðeins eitt mark á sig.

6. flokkur kvenna sigraði Faxaflóamótið í upphafi leiktíðar. Þá sigruðu þær hraðmótið á Gullmótinu en töpuðu úrslitaleiknum í aðalmótinu eftir framlengdan leik 3-2. Grindavíkurstúlkur voru, þriðja árið í röð, valdar prúðasta liðið á Gullmótinu. Að lokum sigruðu þær Suðurnesjamótið örugglega.

5. flokki drengja gekk illa á Faxaflóamótinu en létu hendur standa fram úr ermum á Íslandsmótinu og sigruðu sinn riðil með glæsibrag. Þá tóku drengirnir þátt í Essó mótinu og af 28 liðum lentu þeir í 15 - 18 sæti. Í Suðurnesjamótinu voru lið Grindavíkur í 2.–3. sæti.

6. flokkur drengja sigraði á Faxaflóamótinu. Þá var haldið á Shellmótið þar sem A liðið lenti í 5 sæti B - liðið í 11 sæti og C - liðið í 7. sæti. Þá fór riðlakeppni Íslandsmótsins fram í Grindavík og þar sigraði A og C liðin sinn riðil og komust í úrslitakeppnina. Þá sigraðu drengirnir í Suðurnesjamótinu.

7. flokkur drengja var í öðru sæti á Faxaflóamótinu. Þá tóku þeir einnig þátt í Lottó mótinu á Akranesi, þar sem þeir sigruðu „þýsku deildina“ með miklum yfirburðum sigruðu t.d. KR og Fylki stórt. Að síðustu unnu þeir Suðurnesjamótið.
Myndir af umfg.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024