Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Glæsileg tilþrif á Kirkjumótinu 2004
Mánudagur 9. ágúst 2004 kl. 11:06

Glæsileg tilþrif á Kirkjumótinu 2004

Bestu púttarar bæjarins voru samankomnir í gær þegar Kirkjumótið 2004 var haldið.

Mótið hófst eftir hádegi með bænastund og kórsöng. Keflavíkurkirkja styrkir mótið, en séra Sigfús Baldvín Ingvason, upphafsmaður mótsins, sló fyrsta boltann. Mótið er opið öllum og mættu samtals 59 púttarar þar af 17 unglingar.

Úrslit urðu sem hér segir:

Unglingaflokkur (18 holur):  Í 1. sæti var Aron Ingi með samtals 36 högg eða á pari og 1 Bingó. 2. sæti Sigurður Jóhann 38 högg og eitt Bingó Í 3. sæti var Sindri með 39 högg og tvö Bingó. Hann var hlutskarpastur eftir umspil við fjóra aðra, Flest Bingó hafði Sævar Örn eða 3.

Kvennaflokkur: Regina Guðmundsdóttir sigraði með 71 höggi og var með tvö Bingó María Einarsdóttir var í 2. sæti á 72 höggum og hafði 7 Bingó. Hún tryggði sér silfrið  eftir umspil við Ósk Valdimarsdóttur sem lenti í þriðja sæti.

Karlaflokkur: Guðmundur Ólafsson vann á 61 höggi með 11 Bingó og Helgi Hólm var í 2. sæti á 63 höggum. Hákon Þorvaldsson var í því þriðja á 66 höggum, eftir umspil við tvo.

Að lokum var svo öllum boðið upp á kaffi og gos ásamt meðlæti í Kirkjulundi, sem og söng, hvort tveggja í hæsta gæðaflokki.
Mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024