Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsileg byrjun hjá ÍRB
Laugardagur 12. mars 2011 kl. 00:32

Glæsileg byrjun hjá ÍRB

Það má með sanni segja að Bikarkeppni Íslands í sundi hafi farið vel af stað hjá sundmönnum ÍRB. Af 16 einstaklingssundum sem fram fóru í dag náðu sundmennirnir okkar að bæta sig í 13 sundum sem er frábær árangur. Af öðrum ólöstuðum áttu þær stöllur Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir bestu sundin í dag. Jóhanna synti 200 metra fjórsund á einkar góðum tíma og náði þar með lágmarki í unglingalandsliðið sem tekur þátt í stóru verkefni í Luxembourg í byrjun maí. Jóna Helena átti hreint út sagt frábært sund er hún bætti ÍRB metið í 400 metra skriðsundi um hvorki meira né minna en 8 sekúndur. Soffía bætti ÍRB metið í 100 metra baksundi, fyrst í einstaklingssundinu og skömmu síðar synti hún fyrsta sprett í boðsundi þar sem hún bætti metið enn frekar, vel gert. Eftir fyrsta hluta eru stúlkurnar í öðru sæti rétt rúmlega 100 stigum á eftir stúlkunum úr Ægi þannig að þar má búast við hörku keppni. Strákarnir eru sem stendur í fimmta sæti en þar eru liðin í 3. til 5. sæti í einum hnapp og ætla drengirnir sér að berjast um þriðja sætið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024