Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Gjorgi Manevski tryggði Grindvíkingum stig í sínum fyrsta leik
Mánudagur 19. júlí 2010 kl. 22:50

Gjorgi Manevski tryggði Grindvíkingum stig í sínum fyrsta leik

Nú í kvöld tóku Grindvíkingar á móti Stjörnunni í 12. umferð Pepsi deildar karla. Stjörnumenn komust yfir snemma leiks en það var nýr leikmaður Grindavíkur, Gjorgi Manevski, sem jafnaði metin rétt fyrir leikslok. Grindvíkingar eru komnir úr fallsæti og sitja í 10. sæti deildarinnar með 8 stig, jafn mörk og Selfyssingar í 11. sætinu en betra markahlutfall.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og tókst að koma boltanum í mark gestanna strax á fyrstu mínútu. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu og staðan því ennþá 0-0. Á 19. mínútu dró þó til tíðinda þegar Ellert Hreinsson kom gestunum yfir með góðu skoti. Staðan orðin 0-1. Eftir markið hresstust heimamenn til muna og áttu nokkrar hættulegar sóknir. Á 35. mínútu skoruðu Grindvíkingar annað mark en aftur var það dæmt af vegna rangstöðu. Það sem eftir lifði hálfleiks var jafnræði með liðunum og skiptust þau á að sækja. Annað mark leit þó ekki dagsins ljós og staðan því en 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Á 50. mínútu vildu heimamenn fá dæmda vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á Baldvini Sturlusyni en dómari leiksins virtist vera eini maðurinn á vellinum sá ekki atvikið og lét leikinn því halda áfram. Á 71. mínútu áttu Grindvíkingar að fá annað víti þegar Tryggvi Steinn Bjarnason dró Gilles Ondo niður innan teigs en eins og á 50. mínútu dæmdi dómarinn ekkert þrátt fyrir að vera í ágætri stöðu til að sjá brotið. Gjorgi Manevski jafnaði síðan metin fyrir heimamenn á 89. mínútu en hann kom inná 15 mínútum fyrr og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Á síðustu mínútum leiksins var allt á suðupunkti. Liðin skiptust á að eiga hvert dauðafærið á fætur öðru og ljóst að bæði lið ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeim tókst þó ekki að koma boltanum yfir línuna og lokatölur í Grindavík því 1-1.

„Það var mikið batamerki á leik liðsins, við misstum ekki trúna og unnum í 90. mínútur þannig að þetta var mjög jákvætt,“ sagði Auðunn Helgason, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. „Við ætluðum okkur að sækja þrjú stig, við færðum okkur framar á völlinn og þá opnaðist vörnin, en við erum bara í þannig stöðu að við verðum að taka sénsa og sækja þessi stig, það er alveg ljóst,“ bætti Auðunn við að lokum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

VF-myndir / Hilmar Bragi Bárðarson

.

.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25