Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gísli og Hafsteinn til Kína
Fimmtudagur 27. september 2007 kl. 00:00

Gísli og Hafsteinn til Kína

Handboltadómarapari Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson frá Reykjanesbæ halda á laugardag til Kína þar sem þeir munu dæma handboltaleiki á Special Olympics. Félagarnir dæmdu einnig á sama móti fyrir fjórum árum þegar það fór fram í Dyflinni á Írlandi.

 

Gísli og Hafsteinn verða í Kína á vegum alþjóðasambands Special Olympics. Með þeim í för verður fríður hópur frá Reykjanesbæ. Ragnar Ólafsson mun keppa í golfi, Jósef William Pétursson mun keppa í frjálsum í þróttum og Valur Freyr Ástuson mun keppa í sundi. Þá mun Ásta Katrín Helgadóttir frá Reykjanesbæ fara sem umsjónarmaður og þjálfari íslensku keppendanna í frjálsum íþróttum.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024