Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Giordan Watson til Njarðvíkur
Mánudagur 21. febrúar 2011 kl. 14:36

Giordan Watson til Njarðvíkur

UMFN hefur fengið leikstjórnandann Giordan Watson til liðs við sig á reynslu og ætti kappinn að leika sinn fyrsta leik gegn Keflvíkingum á fimmtudagskvöld. Hann mun því leysa Christopher Smith af hólmi í liði UMFN. Þessu greinir umfn.is frá í dag.

Watson þessi er 175 cm á hæð og lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á árunum 2005-2008 með Central Michigan University og lék svo með Bremerhaven í Þýskalandi í BBL (efsta deild) 2008-2009 en þar var Jeb Ivey, fyrverandi leikmaður Njarðvíkur, einn af liðsfélögum hans.

Watson var svo í Pro A í Þýskalandi sl. vetur og lék þar með Nordlingen. Í haust fór hann í æfingabúðir með liði í NBDL og hefur svo leikið í deild í Bandaríkjunum það sem af er vetrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024