GG tekur nýjan golfskála í notkun
Golfklúbbur Grindavíkur hefur opnað nýjan og glæsilegan golfskála samhliða opnun vallarins í 18 holur. Skálinn er mikil bylting fyrir félagsmenn og gesti sem koma til að leika völlinn. Grunnflöturinn er um 180 fermetrar og salurinn getur rúmað allt að 100 manns í sæti.
Með þessu hefur öll aðstaða batnað til mikilla muna og verður skálinn án efa mjög vinsæll meðal hópa, fyrirtækja og starfsmannafélaga. Útsýni úr skálanum er vægast sagt stórfenglegt og hægt er að horfa til allra átta og fá góða yfirsýn yfir svo til allan völlinn. Margir gestir hafa dásamað útsýnið og sagt það líkjast einna helst fallegu málverki. Verið er að vinna í bættri aðkomu að skálanum og búa til bílastæði sem næst honum eins og einnig má sjá á myndunum frá heimasíðu GG.