Geysisbikarinn: Grindvíkingar lögðu stjörnuliðið
Kvennalið Njarðvíkinga og Keflvíkinga úr leik
Suðurnesjaliðin voru í eldlínunni í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta nú um helgina.
Njarðvíkingar sem leika í 1. deild, mættu ofjarli sínum í Skallagrímskonum sem unnu öruggan sigur 62-91 í Geysisbikarnum. Njarðvíkingar héldu á köflum í við úrvalsdeildarliðið en Skallarnir reyndust einfaldlega of sterkir. Kamilla Sól var stigahæst Njarðvíkinga með 15 stig en þær Jóhanna og Vilborg skoruðu 9 stig hvor.
Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 9, Vilborg Jónsdóttir 9/7 fráköst, Svala Sigurðadóttir 8, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Þuríður Birna Björnsdóttir 4, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3/6 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Helena Rafnsdóttir 2, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0.
Unglingar Keflvíkinga næstum áfram
Ungt b-lið Keflvíkinga var mjög nálægt því að landa sigri gegn 1. deildarliði ÍR. Svo fór að ÍR-ingar unnu með einu stigi eftir spennandi lokasprett, 63-62 lokastaðan. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 19 stig, Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 og Lovísa Íris Stefánsdóttir 10.
Keflavík b: Eydís Eva Þórisdóttir 19/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 18/4 fráköst/6 stolnir, Lovísa Íris Stefánsdóttir 10, Eva María Davíðsdóttir 5, Agnes María Svansdóttir 4, Hjördís Lilja Traustadóttir 4/6 fráköst/5 stolnir, Eygló Nanna Antonsdóttir 2/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 0, Bergey Gunnarsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0.
Grindvíkingar fóru létt með stjörnulið Njarðvíkinga
Það voru mörg þekkt nöfn á gólfinu í Röstinni þegar Grindvíkingar tóku á móti b-liði Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta karla. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi 107-80 en gömlu kempurnar þóttu sýna lipra tilburði og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. Úthaldið kannski ekki upp á það besta hjá Njarðvíkingum enda sigu Grindvíkingar framúr strax í næsta leikhluta og fóru með 62-39 forystu í hálfleik. Eftirleikurinn var síðan auðveldur fyrir heimamenn.
Á meðal fyrrum landsliðsmanna sem léku í Röstinni voru Gunnar Einarsson, Páll Axel Vilbergsson, Páll Kristinsson, Magnús Þór Gunnarsson og Arnar Freyr Jónsson
Grindavík: Hlynur Hreinsson 19/6 fráköst, Tiegbe Bamba 17/6 fráköst, Jordy Kuiper 15/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 13/4 fráköst, Lewis Clinch Jr. 8, Hinrik Guðbjartsson 8, Nökkvi Már Nökkvason 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Sverrir Týr Sigurðsson 0/5 fráköst.
Njarðvík b: Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Gunnar Einarsson 18/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 14, Pall Kristinsson 10/8 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 7, Páll Axel Vilbergsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3/4 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 3/5 fráköst, Örvar Þór Sigurðsson 3/5 fráköst, Halldór Rúnar Karlsson 0.