Geysir Green í lið með Grindvíkingum
Á miðvikudag, í gær, var gengið frá samningi þess efnis í Grindavík að Geysir Green Energy verði aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar UMFG tímabilið 2007-2008.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur væntir mikils af samstarfinu segir á heimasíðu Grindvíkinga og vonast eftir því að samstarfið muni vara um ókomna tíð.