Getur haldið boltanum 52 sinnum á lofti
Amelía Rún Hjartardóttir er fótboltasnillingur vikunnar
Amelía Rún Hjartardóttir er að verða 12 ára og hún spilar með liði RVK, sem er sameiginlegt lið Reynis, Víðis og Keflavíkur. Hún heldur með Chelsea í enska boltanum og hefur meira að segja farið á leik með liðinu. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er fyrirmynd Amelíu í fótboltanum, en hún stefnir líkt og fyrirmyndin á atvinnumennsku og feril með landsliðinu í framtíðinni.
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Frá því að ég var 5 ára.
Hvaða stöðu spilar þú?
Er miðjumaður.
Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Markmiðið er ađ verða betri og komast í landsliðið og verða atvinnumaður í fótbolta.
Hversu oft æfir þú á viku?
Fimm sinnum í viku, þrjár fótboltaæfingar og tvær í metabolic.
Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona?
Eden Hazard, Ronaldo, Messi og Margrét Lára og Sara Björk.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
Margrét Lára er mín fyrirmynd.
Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis?
Já ég hef farið à leik með Chelsea.
Hversu oft getur þú haldið á lofti?
Get haldið boltanum 52 sinnum á lofti.
Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Chelsea er mitt uppáhalds lið.