Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Getum sjálfum okkur um kennt!“
Föstudagur 22. október 2004 kl. 00:43

„Getum sjálfum okkur um kennt!“

Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lutu í gras gegn nýliðum Skallagríms, 81-80. Ekki er orðum aukið að segja þessi úrslit óvænt enda hefur Grindavík verið að spila vel og hefur virst vera að ná sífellt betur saman.

Heimamenn byrjuðu mun betur og náðu mest 18 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Grindvíkingar náðu hins vegar góðum tökum á leiknum fyrir hálfleik þar sem þeir leiddu, 41-45. Allt virtist stefna í sigur en á síðustu mínútunum hrundi leikur þeirra. “Við gáfum þeim leikinn á silfurfati,” sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindavíkur og var allt annað en sáttur. “Það má segja að þeir hefðu þurft að vera miklir klaufar til að klúðra þessum leik. Við getum sjálfum okkur kennt um það hvernig fór.”

Darrel Lewis átti enn einn stórleikinn í kvöld og skoraði 36 stig á meðan Páll Axel Vilbergsson gerði 24. Aðrir áttu hreint ekki góðan dag og lék Justin Miller t.d. í 17 mínútur áður en ann fékk sína 5. villu án þess að vera búinn að skora eitt stig. Róðurinn verður harður gegn Njarðvík á mánudaginn ef þeir taka sig ekki saman í andlitinu.

Tölfræði leiksins

VF-mynd/Hilmar Bragi: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024