Getraunir - Nýr hópleikur í Reykjaneshöllinni
Nýr hópleikur á vegum Unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur byrjar í 7. leikviku og stendur yfir í 10 leikvikur, en 8 bestu telja. Unglingaráðið hefur nú nýverið tekið yfir rekstur á getraunum á vegum Knattspyrnudeildar Keflavíkur og er með aðstöðu á annari hæð Reykjaneshallarinnnar og er opið fyrir „tippara“ á föstudagskvöldum og á laugardagsmorgnum frá 10:00 til 15:00. Allir „tipparar“ hvattir til að mæta á svæðið. Umsjónarmaður getraunanna er Agnar Sigurbjörnsson. Verðlaun verða 40.000 fyrir 1.sæti og 20.000 fyrir 2. sæti. Nýverið lauk hópleik á vegum Aðalstjórnar Knattsp. Keflavíkur og voru verðlaun veitt föstudaginn 8. febrúar 2002. Vinningshafar voru: 1.sæti: Sigurður Jónsson, Hópur: EMMESS, 25.000 kr, 2. sæti Sigurjón Ingibjörnsson, Hópur: THELMA, 15.000 og 3.sæti Sigurður H. Jónsson, Hópur:REX, 10.000 . Enn og aftur þá eru allir getraunaspekingar hvattir til að mæta og tippa hjá Unglingaráði Knattspyrnudeildar Keflavíkur og styðja um leið unglingastarfið hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.