Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 13. febrúar 2002 kl. 10:04

Getraunir - Nýr hópleikur í Reykjaneshöllinni

Nýr hópleikur á vegum Unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur byrjar í 7. leikviku og stendur yfir í 10 leikvikur, en 8 bestu telja. Unglingaráðið hefur nú nýverið tekið yfir rekstur á getraunum á vegum Knattspyrnudeildar Keflavíkur og er með aðstöðu á annari hæð Reykjaneshallarinnnar og er opið fyrir „tippara“ á föstudagskvöldum og á laugardagsmorgnum frá 10:00 til 15:00. Allir „tipparar“ hvattir til að mæta á svæðið. Umsjónarmaður getraunanna er Agnar Sigurbjörnsson. Verðlaun verða 40.000 fyrir 1.sæti og 20.000 fyrir 2. sæti. Nýverið lauk hópleik á vegum Aðalstjórnar Knattsp. Keflavíkur og voru verðlaun veitt föstudaginn 8. febrúar 2002. Vinningshafar voru: 1.sæti: Sigurður Jónsson, Hópur: EMMESS, 25.000 kr, 2. sæti Sigurjón Ingibjörnsson, Hópur: THELMA, 15.000 og 3.sæti Sigurður H. Jónsson, Hópur:REX, 10.000 . Enn og aftur þá eru allir getraunaspekingar hvattir til að mæta og tippa hjá Unglingaráði Knattspyrnudeildar Keflavíkur og styðja um leið unglingastarfið hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024