Getraunastarf knattspyrnudeildar Reynis
Knattspyrnudeild Reynis mun hefja getraunastarf laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Af því tilefni verður kynning á starfinu og hópleik sem Reynismenn munu að hleypa af stokkunum föstudaginn 15. febrúar kl. 20:30 í Reynisheimilinu. Þar munu forsprakkar Reynis-getrauna kynna áhugasömum starfið framundan. Það hefur sýnt sig að öflugt getraunastarf er grunnurinn að frábæru félagsstarfi í öllum helstu íþróttafélögum á landinu.
Getraunastarfið sjálft hefst svo formlega laugardaginn 16. febrúar stundvíslega kl. 11. Hafið í huga að lokað verður fyrir sölu rétt fyrir kl. 14:00. Húsið verður að sjálfsögðu opið áfram og hægt að fylgjast með enska boltanum á risaskjá.