Geta orðið Íslandsmeistarar í rally um helgina
Félagarnir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson úr Reykjanesbæ á Subaru Impresa með 220 hestöfl undir húddinu eiga góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar 2013 í Rally. Þeir leiða Íslandsmótið með sjö stiga forskoti.
Um helgina fer fram lokaumferð Íslandsmótsins í rallakstri og síðustu kvöld hafa farið hjá þeim Henning og Árna að gera keppnisbílinn kláran fyrir keppni. Þeir lentu í smá vandræðum í síðustu keppni þegar gríðarlegur hiti frá forþjöppu bílsins hreinlega kveikti í rafkerfi bifreiðarinnar. Nú hefur verið skipt um rafkerfið og hitaþolinn hlíf sett við forþöppuna til að koma í veg fyrir annan eins bruna.
- Sjá nánar í Víkurfréttum í dag.