Geta endurheimt 1. sætið
Kvennalið Keflavíkur tekur í kvöld á móti Ungmennafélagi Bessastaða kl. 20.00 á Keflavíkurvelli. Stelpurnar eru á mikilli siglingu þessa dagana og hafa reyndar verið það í allt sumar. Markatalan er 43:1 þeim í hag og verma þær 2. sæti 1.deildar A-riðils. Þær eiga þó leik til góða á efsta lið riðilsins sem er sameinað lið HK og Víkings.
Inga Lára Jónsdóttir, vinstri bakvörður Keflavíkur, var viss um að Keflavík myndi næla í stigin þrjú og koma sér aftur á topp riðilsins. „Í kvöld fá nýjir og óreyndir leikmenn tækifæri en ég tel að við munum engu að síður vinna leikinn og hef fulla trú á stelpunum sem eru að koma inn.,“ sagði Inga Lára sem er hvergi bangin.
VF-mynd/Úr myndasafni Víkurfrétta