Gestur Gylfason á förum frá Keflavík
Knattspyrnukappinn Gestur Gylfason er á förum frá Keflavík og spilar því ekki með þeim í sumar. Hann mun hugsanlega vera á leið til danska liðsins Hjörring.Gestur sagði í samtali við Víkurfréttir að það væru um 85% líkur á því að hann færi til Danmerkur en danska liðið hefur boðið honum samning sem hann er að skoða þessa daganna.
„Þetta er mjög heitt mál og er ég spenntur fyrir þessu tilboði frá þeim en það mun koma í ljós á næstu dögum hvað ég geri. Það er þó nokkuð öruggt að ég mun ekki spila fyrir Keflavík og ef ég fer ekki til Danmerkur spila ég jafnvel með Grindavík“.
Það er því ljóst að Gestur Gylfason mun ekki leika með Keflavík næsta sumar og er hann nú búinn að bætast í hóp fjölda leikmanna sem hafa yfirgefið Keflavíkurliðið upp á síðkastið en hinir eru Eysteinn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og svo eru Ragnar Steinarsson og Gunnar Oddsson hættir.
„Þetta er mjög heitt mál og er ég spenntur fyrir þessu tilboði frá þeim en það mun koma í ljós á næstu dögum hvað ég geri. Það er þó nokkuð öruggt að ég mun ekki spila fyrir Keflavík og ef ég fer ekki til Danmerkur spila ég jafnvel með Grindavík“.
Það er því ljóst að Gestur Gylfason mun ekki leika með Keflavík næsta sumar og er hann nú búinn að bætast í hóp fjölda leikmanna sem hafa yfirgefið Keflavíkurliðið upp á síðkastið en hinir eru Eysteinn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og svo eru Ragnar Steinarsson og Gunnar Oddsson hættir.