Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gestur bestur
Föstudagur 22. september 2006 kl. 10:55

Gestur bestur

Gestur Gylfason var kjörinn leikmaður ársins hjá Knattspyrnudeild Njarðvíkur á lokahófi meistara- og 2. flokks sem fram fór í félagsheimilinu Stapa sl. laugardagskvöld.

 

Kristján Pálsson formaður UMFN veitti Frey Sverrissyni silfurmerki félagsins fyrir góð störf í þágu félagsins síðan 1992. Þá mættu hjónin Gunnar Þórarinsson og Steinunn Sighvatsdóttir færandi hendi og gáfu knattspyrnudeildinni rausnarlega fjárupphæð fyrir að vinna sér sæti í 1. deild.

 

Aron Már Smárson var markahæsti leikmaður Njarðvíkur á tímabilinu með 14 mörk, en hann fékk einnig viðurkenningu fyrir 50 meistaraflokks leiki ásamt þeim Kristni Björnssyni, Magnúsi Ólafssyni og Sverri Þór Sverrissyni. Rafn Markús Vilbergsson fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir og þeir Snorri Már Jónsson, fyrirliði, og Bjarni Sæmundsson fengu einnig viðurkenningu fyrir að hafa leikið 150 leiki fyrir félagið.

 

Nánar um árshátíðina á:

http://fotboltinn.umfn.is/

 

Mynd 1: Gestur Gylfason

Mynd 2: Kristján Pálsson sæmir Frey Sverrisson silfurmerki UMFN

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024