„Gerum Breiðablik að stórveldi“
Félagarnir Sævar Sævarsson og Davíð Þór Jónsson leika nú báðir með 1. deildarliði Breiðabliks í körfunni en Blikar hafa verið á blússandi siglingu að undanförnu. Sævar og Davíð æfðu upp yngri flokkana með Keflavík og hafa báðir hampað Íslandsmeistaratitlinum með Keflvíkingum, bæði í yngri flokkum og með meistaraflokki. Víkurfréttir höfðu samband við Sævar sem nú er búsettur í Reykjavík vegna náms og forvitnuðust um hvernig það væri að leika á nýjum stað. Sævar telur góðar líkur á því að Breiðablik komist í Iceland Express deildina og ætlar að gera Breiðablik að stórveldi í körfubolta.
Hvernig líkar þér nýja umhverfið í Kópavoginum?
,,Bara vel og þetta er fínn hópur af strákum. Það er óneitanlega skemmtilegra að fá að spila en sitja á bekknum.“
Komast Blikar upp í Iceland Express deildina?
„Ef við höldum áfram á sömu braut og bætum aðeins í þá komust við upp. Við erum með besta liðið í 1. deildinni og það getur allt gerst. Eftir að nýr þjálfari kom til liðsins urðu miklar áherslubreytingar, við fórum að spila hraðari og skemmtilegri bolta sem hefur t.d. einkennt Suðurnesjaliðin. Áður var þetta bölvaður göngubolti hjá okkur sem gekk ekki upp.“
Ef Blikar færu upp myndir þú vera þar áfram og mæta þínum gömlu félögum frá Keflavík?
„Já, þá tekur maður bara nokkara félaga í viðbót úr Keflavík í Kópavoginn og við gerum þá Breiðablik að stórveldi í körfubolta,“ sagði Sævar kíminni röddu.
Hver finnst þér munurinn á 1. deildinni og IE - deildinni?
„Það eru fleiri „inside“ leikmenn í IE – deildinni en munurinn er minni á leikmönnum þegar horft er á bakvarðastöðurnar.“
Hvernig er svo að hafa fengið Davíð til liðs við ykkur?
„Davíð er þvílíkur styrkur fyrir okkur, hann gæti verið byrjunarliðsmaður í úrvalsdeild í öllum liðum nema kannski hjá Keflavík og Njarðvík. Hann mun sanna það fyrir körfuáhugamönnum í vetur með Breiðablik hvers hann er megnugur og verður heitasti leikmaðurinn á markaðnum í sumar,“ sagði Sævar að lokum.
VF-myndir/ Jón Björn: Sævar í leik með Blikum gegn KR í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar.
Hvernig líkar þér nýja umhverfið í Kópavoginum?
,,Bara vel og þetta er fínn hópur af strákum. Það er óneitanlega skemmtilegra að fá að spila en sitja á bekknum.“
Komast Blikar upp í Iceland Express deildina?
„Ef við höldum áfram á sömu braut og bætum aðeins í þá komust við upp. Við erum með besta liðið í 1. deildinni og það getur allt gerst. Eftir að nýr þjálfari kom til liðsins urðu miklar áherslubreytingar, við fórum að spila hraðari og skemmtilegri bolta sem hefur t.d. einkennt Suðurnesjaliðin. Áður var þetta bölvaður göngubolti hjá okkur sem gekk ekki upp.“
Ef Blikar færu upp myndir þú vera þar áfram og mæta þínum gömlu félögum frá Keflavík?
„Já, þá tekur maður bara nokkara félaga í viðbót úr Keflavík í Kópavoginn og við gerum þá Breiðablik að stórveldi í körfubolta,“ sagði Sævar kíminni röddu.
Hver finnst þér munurinn á 1. deildinni og IE - deildinni?
„Það eru fleiri „inside“ leikmenn í IE – deildinni en munurinn er minni á leikmönnum þegar horft er á bakvarðastöðurnar.“
Hvernig er svo að hafa fengið Davíð til liðs við ykkur?
„Davíð er þvílíkur styrkur fyrir okkur, hann gæti verið byrjunarliðsmaður í úrvalsdeild í öllum liðum nema kannski hjá Keflavík og Njarðvík. Hann mun sanna það fyrir körfuáhugamönnum í vetur með Breiðablik hvers hann er megnugur og verður heitasti leikmaðurinn á markaðnum í sumar,“ sagði Sævar að lokum.
VF-myndir/ Jón Björn: Sævar í leik með Blikum gegn KR í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar.