Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gerðu góða ferð á Krókinn
Mánudagur 15. október 2018 kl. 09:10

Gerðu góða ferð á Krókinn

Grindvíkingar gerðu góða ferð norður á Sauðárkrók þar sem þær báru sigurorð af Tindastól í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur 78-79 í æsispennandi leik. Hrund Skúladóttir átti frábæran leik í liði Grindvíkinga en hún skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. Sigrún Elfa Ágústdóttir skoraði 21 stig. Grindvíkingar fara vel af stað og hafa unnið báða leiki sína til þessa.

Grindavík: Hrund Skúladóttir 23/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 21/6 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 16/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 13/7 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Halla Emilía Garðarsdóttir 2, Erna Run Magnusdottir 1/6 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Andra Björk Gunnarsdóttir 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024