Gerða og Marinó sigurvegarar í púttinu
Púttmót Hjalta Guðmundssonar og sona fór fram á Mánagrund í Reykjanesbæ í dag á vegum Púttklúbbs Suðurnesja. Þau Gerða Halldórsdóttir og Marinó Haraldsson fóru með sigur af hólmi í mótinu í roki og nokkrum kulda.
Gerða sigraði í kvennaflokki á 68 höggum og Marnió hafði sigur í karlaflokki, einnig á 68 höggum. Annars
Konur
Gerða Halldórsdóttir 68
Hrefna Ólafsdóttir 68
Hrefna Sigurðardóttir 71
Bingóverðlaun – Hrefna Ólafsdóttir 7
Karlar
Marinó Haraldsson 68
Högni Oddson 71
Hafsteinn Guðnason 71
Bingóverðlaun – Marinó Haraldsson 7
Næsta mót PS fer fram fimmtudaginn 31. maí kl. 13 á Mánagrund.