Gerða og Guðmundur sigruðu á fyrsta innimóti púttara
Fyrsta inni-mót Púttklúbbs Suðurnesja fór fram í dag 7. okt, og að venju í Röstinni. Styrktaraðili mótsins var fyrirtækið Allt Hreint. Að venju voru leiknar 36 holur og voru þátttakendur 32. Sigurvegarar voru:
Kvennaflokkur:
1 sæti Gerða Halldórsdóttir á 68 höggum, þar af 9 Bingó
2.sæti María Einarsdóttir á 68 höggum, þar af 4 Bingó
3.sæti Hrefna M Sigurðardóttir á 69 höggum, þar af 9 Bingó
Gerða varð í fyrsta sæti eftir umspil við Maríu og vann einnig Bingóverðlaunin eftir umspil við Hrefnu.
Karlaflokkur:
1. sæti Guðmundur Ólafsson á 63 höggum, þar af 10 Bingó
2. sæti Jón Ísleifsson á 64 höggum, þar af 4 Bingó
3. sæti Stefán Egilsson á 66 höggum, þar af 9 Bingó (eftir umspil við Ísleif Guðleifsson)
Bingó verðlaun hlaut Guðmundur einnig eftir umspil við Gunnar Sveinsson en þeir voru báðir með 10 Bingó
Næsta mót er þann 21. október kl. 13, en spilað er og æft mánudaga til föstudags kl. 13-15.30 í Púttsalnum Röstinni.
Mynd úr safni