Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Geirfuglarnir komnir í 16 liða úrslit
Mánudagur 28. júní 2004 kl. 11:01

Geirfuglarnir komnir í 16 liða úrslit

Utandeildarlið Geirfuglanna frá Keflavík er komið í 16-liða úrslit bikarkeppni utandeildarinnar eftir glæsilegan 7-2 sigur á liði Falds.

Sigurinn var afar sannfærandi enda eru Geirfuglarnir í góðu formi og trjóna nú á toppi síns riðils í deildarkeppninni.

Meðfylgjandi pistill er frá skrásetjara Geirfuglanna og birtist á heimasíðu klúbbsins, geirfuglar.net:

Geirfuglarnir nýttu breiddina aftur og mættu nánast tvöfalt fleiri en leikmenn Falds (sem rétt náðu í lið). Fuglarnir byrjuðu hálf cocky og héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir sigrinum og hófst þá eltingarleikurinn þar sem Faldur spilaði ágætlega á milli sín en gerðu samt lítið þegar þeir nálguðust vítateig okkar. Við áttum hins vegar hættulegri færi og endaði það með því að Binni átti góða stungu inn á Þórir sem skoraði (1-0). Stuttu seinna átti Beggi stungu inn á Dabba sem kom Geirfuglunum í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Aftur mættu Geirfuglarnir rólega til leiks og héldu að Faldur gætu engan veginn náð okkur. Þeir byrjuðu aftur betur og svo lenti Kalli í samstuði við við sóknarmann Falds og meiddist á hendi (sóknarmennirnir taka yfirleitt við meiðslunum eftir úthlaup Kalla). Júlli tók þá að sér að markmannsstöðuna og stuttu seinna var hann óvænt mættur í sína miðvarðarstöðu þegar leikmaður Falds átti misheppnaða sendingu inn í boxið sem endaði í netinu (óljóst hvort þetta hafi verið flott eða klaufalegt mark). Síðar fengu Geirfuglarnir hornspyrnu þar sem Siggi setti hann á Palla sem skallaði laglega inn. Eftir það opnaðist flóðgátt sem fáir bjuggust við. Beggi byrjaði með góðum einleik og hamraði hann svo með föstu hægrifótar skoti í fjærhornið (4-1). Flott mark fylgdi svo í kjölfarið þegar Júlli tók markspyrnu sem endaði sem stungusending á Dabba sem skoraði. Þegar 15 mín voru eftir rættist langþráður draumur Haffa og hann fékk að spila sem center og hann nýtti kveðjuleiksóskina sína vel og skoraði mark eftir góðan undirbúning Dabba (6-1). Faldur tók þá enn eina miðjuna, brunuðu fram nokkra metra og settu hann svo laglega yfir Júlla sem stóð heldur framarlega (hann hefur sennilega langað fram eins og flestir Geirfuglarnir sem allir ætluðu að skora líka). Þessu lauk svo með því að Dabbi tók og Siggi kláraði (7-2).

Dómarinn: Stóð sig ágætlega, reyndi ekki mikið á hann þar sem þetta var alls ekki grófur leikur.
Kalli: Hélt hreinu annan leikinn í röð og forðaði sér útaf og "þóttist" vera meiddur þegar það leit út fyrir Faldur gæti skorað (allt fyrir "clean sheet recordið")
Maður leiksins: Haffi fær það fyrir sóknarnýtingu (15 mín frammi - 1 mark)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024