Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Geirfuglar á flugi
Þriðjudagur 25. maí 2004 kl. 17:20

Geirfuglar á flugi

Eins og margir vita eflaust þá er starfrækt í Reykjanesbæ knattspyrnufélag eitt er kallast Geirfuglar. Þetta lið er samansafn ungra manna af svæðinu sem hafa spriklað saman reglulega um árabil og taka nú þátt í Utandeildinni í knattspyrnu í þriðja sinn.

Nú þegar hafa Geirfuglar spilað tvo leiki í d-riðli Utandeildarinnar og uppskáru þeir sigur í öðrum þeirra en biðu ósigur í hinum. Fyrsti leikur sumarsins, gegn Hunangstunglinu á Ásvöllum, var af mörgum Utandeildar-spekingum talinn vera toppslagur riðilsins og var hörkuviðureign. Eftir slappa dómgæslu, ótal marktækifæri, nokkur spjöld og Geirfugla-mörk frá Benóný Benónýssyni og Davíð Arthúr Friðrikssyni þurftu Suðurnesjamennirnir að sætta sig við 3-2 tap.  Maður leiksins var Bergþór Haukdal Jónasson.

Síðari leikurinn var svo gegn Kóngunum í Laugardal. Allt annað var að sjá til Geirfugla í þessum leik og ætluðu þeir sér greinilega sigur. Davíð Arthúr kom Geirfuglum yfir eftir að hafa leikið á allmarga leikmenn Kónganna.  Kóngarnir náðu fljótlega að jafna, en áður en flautað var til leikhlés kom Bergþór Haukdal Jónasson Geirfuglum yfir með góðu hægrifótarskoti af rúmlega 20 metra færi.  Kóngarnir sóttu hart að marki Geirfugla í upphafi síðari hálfleiks en Geirfuglar stóðu það af sér.  Þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn fengu Geirfuglar skyndisókn og fylgdi Davíð eftir skoti frá Bergþór og skoraði þriðja mark Geirfuglanna.  Kóngarnir minnkuðu muninn í 3-2 rétt undir leikslok og þar við sat. Maður leiksins var Júlíus Bjargþór Daníelsson.

Næsti leikur Geirfugla er á gervigrasinu í Laugardal 9. júní kl. 19:30.  Þá mæta þeir Kókóbombunni í bikarkeppni utandeildarliða. Liðsmenn hvetja fólk til að kíkja við og standa við bakið á þriðja stærsta knattspyrnufélagi Reykjanesbæjar.
Áhugasömum er bent á vefsíðu liðsins www.geirfuglar.net.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024