Geggjaður Grindavíkursigur jafnaði viðureignina við Þór
Leikur Grindavíkur og Þórs var sannkallaður spennutryllir og eftir maganaðar lokasekúndur voru það heimamenn sem höfðu sigur með einu stigi. Það var EC Matthews sem gerði út um leikinn og kórónaði þar með frábæran leik sinn í kvöld. Staðan er því jöfn í einvígi Grindvíkinga og Íslandsmeistara Þórs eftir tvær hnífjafnar viðureignir.
Njarðvíkingar héldu í Vesturbæ Reykjavíkur og höfðu þar betur gegn KR. Njarðvík er því í góðri stöðu með tvo unna leiki og þurfa aðeins einn til viðbótar til að tryggja sig áfram í undanúrslit.
Grindavík - Þór Þ. 86:85
(29:20, 17:23, 18:27, 22:15)
Leikurinn var algerlega Grindvíkinga í byrjun, þeir mættu virkilega grimmir til leiks og náðu góðri forystu í fyrsta leikhluta (29:20). Í öðrum leikhluta náðu Þórsarar að draga úr sóknarþunga heimamanna og minnka muninn. Þegar gengið var til hálfleiks hafði Grindavík þriggja stiga forystu (46:43).
Þór hélt áfram að spila vel og náði að komast yfir í þriðja leikhluta. Hvorugt lið var á því að gefast upp og var allt lagt í sölurnar. Þegar fjórði leikhluti fór af stað var Grindavík sex stigum undir (64:70) en með mikilli baráttu náðu þeir að vinna upp muninn og komast yfir á nýjan leik (75:72). Fjórði leikhluti var hnífjafn og þegar innan við hálf mínúta var eftir komust Þórsarar yfir með tveimur vítaköstum (84:86). Það var svo EC Matthews sem setti niður síðustu körfuna þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og með góðri vörn sáu Grindvíkingar til þess að landa sigri í þetta skipti.
Frábær frammistaða hjá Grindavík í kvöld og staðan 1:1 í mögnuðu einvígi.
Grindavík: Elbert Clark Matthews 36/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ivan Aurrecoechea Alcolado 21/8 fráköst, Naor Sharabani 15/5 fráköst/9 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Kristófer Breki Gylfason 3, Kristinn Pálsson 3/6 fráköst, Magnús Engill Valgeirsson 0, Jón Fannar Sigurðsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Ólafur Ólafsson 0/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 0, Javier Valeiras Creus 0.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í HS orkuhöllinni og má sjá myndasafn neðst á síðunni.
KR - Njarðvík 67:74
(18:24, 11:13, 18:16, 20:21)
Njarðvík var mun betra liðið í Vesturbænum í kvöld, KR gerði fyrstu stigin (2:0) en eftir það var Njarðvík með forystuna sem náði mest fjórtán stigum. Njarðvík leiddi með átta stigum í hálfleik (29:37) en í seinni hálfleik komust KR-ingar tvívegis nálægt því að jafna leikinn (43:45 og 61:64) en Njarðvík kláraði leikinn örugglega með með sjö stiga sigri (67:74).
Njarvíkingar eru því komnir í góða aðstöðu til að klára einvígið og verða fyrstir til að tryggja sér sæti í undarúrslitum úrslitakeppni Subway-deildar karla.
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 25/5 fráköst/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 15/14 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 12/4 fráköst, Logi Gunnarsson 8, Fotios Lampropoulos 6/7 fráköst, Nicolas Richotti 4/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 2, Veigar Páll Alexandersson 2, Elías Bjarki Pálsson 0, Jan Baginski 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.