Garðar semur við Keflavík til þriggja ára
Knattspyrnumaðurinn Garðar Eðvaldsson hefur gert þriggja ára samning við Keflavík en Garðar var valinn leikmaður ársins í 2. flokki Keflavíkur síðastliðið sumar. Garðar er varnarmaður og hefur verið einn af lykilmönnum hjá 2. flokki síðustu ár.
Garðar kom inn á í bikarleik meistaraflokks Keflavíkur gegn Þrótti síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Hann var í byrjunarliðinu í sigurleik Keflavíkur gegn Njarvík í Lengjubikarnum og stóð sig vel.
VF-Mynd/ Jón Örvar Arason – Garðar Eðvaldsson við undirritun samningsins.