Garðar Eðvaldsson í raðir Njarðvíkur
Garðar Eðvaldsson hefur skrifað undir hjá UMFN í fótbolta en hann spilaði með Víði Garði á síðasta tímabili. Garðar skrifaði undir tveggja ára samning en þessu er greint frá á umfn.is.
Garðar sem er 22 ára er uppalinn hjá Keflavík en hefur verið lánsmaður hjá Reyni Sandgerði og Víkingi Ólafsvík ásamt því að leika með Víði sl. sumar. Garðar er varnarmaður og á að baki 58 leiki með þessum félögum í 1. og 2. deild ásamt bikarkeppni.
Mynd/umfn.is - Garðar ásamt Guðmundi R. Jónssyni form. meistaraflokksráðs.