Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

GAIS og Malmö skildu jöfn
Mánudagur 24. apríl 2006 kl. 11:47

GAIS og Malmö skildu jöfn

Jóhann B. Guðmundsson og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu GAIS gerðu markalaust jafntefli við Malmö FF í gær 0-0 en leikurinn fór fram á heimavelli GAIS.

GAIS hefði með smá heppni geta krækt sér í 3 stig en Malmö FF er eitt af sigurstranglegri liðunum í sænsku úrvalsdeildinni svo jafntefli verður að teljast góð niðurstaða hjá nýliðunum. Jóhann B. Guðmundsson lék allan leikinn en GAIS leikur aftur á miðvikudag og þá gegn Halmstad á útivelli.

GAIS er í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 7 stig eftir 4 leiki.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024