GAIS lá gegn AIK
GAIS, lið Jóhanns Guðmundssonar, lá gegn AIK á útivelli í gær 2-0 en Jóhann lék ekki með félögum sínum sökum meiðsla. Leikurinn gegn AIK var sá síðasti hjá GAIS fyrir hlé vegna Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í júní.
Jóhann verður frá vegna meiðsla sinna í 2-3 vikur en hann verður búinn að jafna sig að fullu á meiðslunum áður en sænska deildin fer aftur af stað eftir HM hléið.
GAIS er í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 9 stig eftir 9 leiki.