GAIS gerir annað jafntefli
Jóhann Guðmundsson og félagar hans í sænska liðinu GAIS gerðu markalaust jafntefli við Halmstad í gær en Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Halmstad. Jóhann lék í 80 mínútur í gær og átti m.a. dauðafæri í seinni hálfleik sem honum tókst ekki að nýta. Vellirnir í Svíþjóð eru ekki í góðu ásigkomulagi þessa dagana og er það að setja svip sinn á leiki liðanna í deildinni.
GAIS hafa komið verulega á óvart það sem af er tímabilinu með 8 stig í 4. sæti deildarinnar en GAIS eru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni.
GAIS hafa komið verulega á óvart það sem af er tímabilinu með 8 stig í 4. sæti deildarinnar en GAIS eru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni.