Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

GAIS býður Hallgrími samning
Sunnudagur 19. október 2008 kl. 15:24

GAIS býður Hallgrími samning

Sænska félagið GAIS hefur boðið Hallgrími Jónassyni, leikmanni Keflavíkur, samning en hann heillaði forráðamenn félagsins á dögunum er hann var á reynslu hjá félaginu. Frá þessu greinir Vísir.is í dag.

Umboðsmaður Hallgríms mun reyna að landa samningum við GAIS í dag en yfirgnæfandi líkur eru á því að Hallgrímur fari til félagsins.

Ef svo ólíklega færi að samningar tækjust ekki hefur Hallgrímur önnur spil á hendi en norsku liðin Lilleström og Molde hafa einnig áhuga á Hallgrími sem og enska liðið Nottingham Forest sem sýndi Hallgrími áhuga fyrir skömmu. Þá hefur GAIS líka gert tilboð í KR-inginn Guðjón Baldvinsson.

VF-MYND/Hilmar Bragi: Hallgrímur Jónasson er á öllum líkindum á leið til Svíþjóðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024