Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gáfu fé í minningu Ragnars Margeirssonar
Föstudagur 18. mars 2011 kl. 09:15

Gáfu fé í minningu Ragnars Margeirssonar

Elsti flokkur Keflavíkur hélt árlegt knattspyrnumót eldri drengja í Reykjaneshöllinni þann 26. febrúar s.l. í minningu knattspyrnuhetjunnar Ragnars Margeirssonar sem lést árið 2002.


Fjórtán lið af öllu landinu mættu til leiks að þessu sinni og fór mótið vel fram í alla staði. Sigurvegarar að þessu sinni var lið KR-inga sem skipað var fjölmörgum frábærum knattspyrnumönnum fyrri tíma, sem sýndu sínar bestu hliðar.


Hefð hefur verið fyrir því að allur ágóði af mótinu sé gefin til góðra málefna í minningu Ragnars. Að þessu sinni rennur ágóði mótsins í söfnun sem framtaksamt ungt fólk af Suðurnesjum stóð fyrir, með því að halda styrktartónleika fyrir tvö ungmenni úr Reykjajensbæ sem nú kljást við erfið veikindi, þ.e. þeim Birki Alfons Rúnarsyni og Helga Rúnari Jóhannessyni.


Elsti flokkur Keflavíkur sendir þeim Birki Alfons og Helga Rúnari ásamt fjölskyldum þeirra, sínar bestu kveðjur með baráttuhug í anda Keflvíkinga. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur.


EJS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024