„Gætir unnið með smá heppni og almennri skynsemi,“ segir Guðmundur Steinarsson
„Spurningarnar eru löngu klárar og menn mega eiga von á spurningum allt frá upphafi knattspyrnunnar í Keflvaík og til síðasta sumar,“ segir Knattspyrnukappinn Guðmundur Steinarsson sem stendur fyrir spurningakeppni um knattspyrnu í kvöld ásamt liðsfélaga sínum Jóhanni B. Guðmundssyni og meistaraflokk Keflvíkinga.
Leiknar eru þrjár lotur með 10 spurningum og í miðjulotunni eru krossaspurningar. Þetta snýr einungis að knattspyrnunni hjá Keflavík en Guðmundur segir að hinn almenni knattspyrnumaður eigi að geta staðið sig vel. „Menn mega ekki mikla þetta fyrir sér og halda að þetta snúist eingöngu um einhverja tölfræði og slíkt. Þetta snýst um allt umhverfi fótboltans og margir ættu að geta giskað á svörin einungis með því að nota almenna skynsemi, og kannski með smá heppni,“ segir Guðmundur.
Leikmenn Keflvíkinga mæta með sitt lið og Guðmundur segir erfitt að spá fyrir um hvaða leikmenn séu sigurstranglegastir, það fari alfarið eftir því hvernig þeim gangi að smala saman í gott lið. Hann bætir því við að allir séu velkomnir og því fleiri sem mæti, því betra. „Ég vona að sem flest fólk mæti til þess að gera sér glaðan dag,“ sagði Guðmundur að lokum.
Keppnin hefst kl. 20:00 og stendur til 21:30 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Mynd: Hvaða fyrrum varnarjaxl Keflvíkinga mundar þarna kylfuna?