Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrstu kvennasamningar Reynis
Föstudagur 27. júní 2008 kl. 17:19

Fyrstu kvennasamningar Reynis

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrjár ungar knattspyrnukonur skrifuðu undir samning við knattspyrnudeild Reynis í vikunni en þær spila með meistaraflokki sameinaðs liðs Grindavíkur, Reynis og Víðis, GRV, í 1. deild kvenna. Um er að ræða fyrstu samningana sem knattspyrnudeild Reynis gerir við kvenmenn.

Stelpurnar sem um ræðir eru Bergey Erna Sigurðardóttir, Dagmar Þráinsdóttir og Thelma Dögg Þorvaldsdóttir en þær eru allar uppaldir Sandgerðingar og skrifuðu undir samninga til tveggja ára.

Bergey Erna er 23 ára og á að baki 19 leiki með meistaraflokki Reynis, þar af fjóra á þessu tímabili. Hún lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2002 með RKV (Reynir, Keflavík, Víðir). Einnig á hún að baki 16 leiki með meistaraflokki Keflavíkur.

Dagmar Þráinsdóttir er 17 ára. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára á hún að baki 8 leiki með meistaraflokki GRV frá árinu 2006, þar af 2 á þessari leiktíð.

Thelma Dögg er 23 ára og á að baki 18 leiki með meistaraflokki Reynis, þar af fjóra á þessari leiktíð. Hún lék eins og Bergey fyrst með meistaraflokki RKV árið 2002. Thelma á einnig 20 leiki að baki með meistaraflokki Keflavíkur.