Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti undanúrslitaleikur Keflavikur og Njarðvíkur í kvöld
Mánudagur 5. apríl 2010 kl. 12:21

Fyrsti undanúrslitaleikur Keflavikur og Njarðvíkur í kvöld

Körfuboltaveislan heldur áfram þegar nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík eigast við í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Toyota höllinni í Keflvík í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík vann frábæran sigur á Stjörnunni í Garðabæ sl. fimmtudag og á sama tíma vann Keflavík léttan sigur á Tindastóli. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um viðureignir þessara nágranna. Þær eru yfirleitt skemmtilegar þó svo að síðustu viðureignir hafi ekki verið spennandi.

Fyrsti leikur liðanna er sem fyrr segir í kvöld og hefst kl.19.15. Næstu leikir verða á fimmtudag og sunnudag og síðan þriðjudag og fimmtudag ef með þarf.