Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigurinn kom í búningum Ísfirðinga
Magnús Gunnarsson skoraði 9 stig í kvöld.
Föstudagur 26. október 2012 kl. 21:59

Fyrsti sigurinn kom í búningum Ísfirðinga

Keflvíkingar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Ísfirðingum fyrir vestan. Lokatölur voru 69-79 þar sem erlendu leikmenn Keflvíkinga voru atkvæðamestir. Nokkurt jafnræði var með liðunum framan af en Keflvíkingar náðu upp góðu forskoti í þriðja leikhluta sem þeir náðu að halda út leikinn. Eins og greint var frá hér á vf.is léku Keflvíkingar í varabúningum Ísfirðinga að þessu sinni en búningasett Keflvíkinga gleymdist fyrir sunnan.

Stigin:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Kevin Giltner 24/5 fráköst, Michael Graion 18/17 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 4/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Gerald Albertsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2/5 fráköst/3 varin skot