Fyrsti sigurinn í hús hjá Reyni á undirbúningstímabilinu
Reynismenn unnu sinn fyrsta sigur í knattspyrnu á undirbúningstímabilinu fyrir skemmstu er þeir lögðu utandeildarlið Geirfuglanna í Reykjaneshöll laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lokatölur leiksins voru 3-2 Reynismönnum í vil þar sem Jóhann Magni Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Reyni en Annel Helgi Finnbogason gerði sigurmark Reynis á lokamínútunum með skallamarki.