Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigurinn í höfn
Miðvikudagur 13. september 2006 kl. 23:06

Fyrsti sigurinn í höfn

Íslenska karla landsliðið í körfuknattleik vann sinn fyrsta sigur í kvöld í B-deild Evrópukeppninnar er þeir lögðu Lúxemburg 98-76 í Sláturhúsinu í Keflavík. Brenton Birmingham gerði 24 stig í leiknum.

Íslenska liðið hóf leikinn með látum og komst snemma í 16-6 og héldu forystunni út leikinn. Staðan í hálfleik var 50-31 fyrir Ísland, liðið missti einstaka sinnum taktinn í leiknum og var stigaskorið hjá þeim slitrótt en sigur hafðist að lokum.

Logi Gunnarsson kom Brenton næstur í stigaskorinu og gerði 23 stig í leiknum. Hlynur Bæringsson reif svo niður 10 fráköst fyrir íslenska liðið.

Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Austurríkismönnum en það er jafnframt síðasti leikur liðsins í þessar leiklotu en hún klárast á næsta ári.

VF-mynd/ Þorgils Jónsson: Páll Axel Vilbergsson gerir hér 2 af 8 stigum sínum í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024