Fyrsti sigur Reynis í deildinni í sumar
Reynir Sandgerði sigarði Bersekki 1:0 á Sandgerðisvelli í þriðju deildinni í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og hvorugu liðinu tókst að skora mark í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik kom eina mark leiksins og það skoraði Tomislav Misura fyrir Reyni á 75.mínútu og þannig var lokastaðan. Eftir leikinn er Reynir kominn upp í 7.sæti deildarinnar með fjögur stig.